Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
mánudagur, febrúar 09, 2004

Núna ætla ég að segja ykkur sögu.
Setjist niður, börnin góð og verið stillt!!
Hún byrjar í kring um jólin 2001, ég var að læra undir íslenskupróf og var alveg að fara yfirum þegar söngkennarinn minn hringdi í mig og spurði mig hvort mig langaði ekki á sinfóníutónleika. Ég sagði auðvitað "auðvitað" en sagði svo að ég væri svo upptekin við að læra fyrir íslenskupróf. Henni tókst að lokum að sannfæra mig um að ég þyrfti nú að líta upp úr bókunum svona eins og eina kvöldstund og ég lét til leiðast. Óperukórinn þurfti nefnilega einhvern til að selja geisladiskinn þeirra í hléinu og fyrir sýningu. Ég kom inn bakvið Háskólabíó og hengdi kápuna mína á snaga. Fór svo og gerði skyldu mína og skemmti mér konunglega á tónleikunum. Þegar ég ætlaði að ná í kápuna mína aftur komst ég að raun um að allur óperukórinn OG Sinfóníuhljómsveitin hafði komið og hengt sínar flíkur OFAN á mína, þannig að ég fór að grafa. Þar sem ég stóð þarna og klóraði mér í hausnum heyrði ég brot af samtali milli mjög svo myndarlegs manns og konu úr Sinfó. Samtalið var eitthvað á þessa leið:
,,Kva, ertu ekki með stelpu?" ,,Nei" ,,Ertu ekki búinn að eiga kærustu síðan ég sá þig síðast?" ,,Nei" ,,hvað er langt síðan? tvö ár?" ,,Já, eitthvað svoleiðis" Svo fóru þau að tala um það hvort stelpur vildu fara út með mikið eldri strákum og einhvernvegin barst talið að mér. ,,Heyrðu, hvað ertu gömul?" ,,Ég? Sautján" ,,Myndirðu vilja byrja með honum?" Ég horfði á manninn og komst að því að hann væri um 25. ,,Hvað ertu gamall?" (hún),,það skiptir engu, myndirðu vilja það?" (hikandi) ,,Neeei" (hann) ,,Sko!! Ég sagði það, stelpur vilja ekkert mikið eldri stráka" Á þessum tímapunkti hætti ég að fylgjast með samtalinu. Þegar ég hafði loks fundið kápuna mína leit ég upp og sá að strákurinn var að skoða símann sinn ,,Hún vill ekki byrja með mér!" ,,Sko" sagði ég ,,maður spyr EKKI í gegn um SMS!!" ;,nei" sagði hann og leit á mig ,,ég var að tala um þig" ,,Ó" sagði ég bara, kvaddi, hristi höfuðið og gekk út í desemberkvöldið. Seinna uppgötvaði ég að þetta var enginn annar en sjarmörinn sjálfur, Garðar Thor Cortes!!! Þetta er óperusöngvari af guðsnáð og að mínu mati einn fallegasti maður á Íslandi!






skrifað af Runa Vala kl: 18:56

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala